Lífið í sjónum við Íslandsstrendur

Velkomin á Sjávarlífsvefinn

Vefurinn Sjávarlíf er í vinnslu. Hann mun innihalda ljósmyndir, myndbönd og upplýsingar um lífið í hafinu við Íslandsstrendur. Myndirnar eru flestar teknar af Erlendi Bogasyni kafara. Vefurinn verður á íslensku og ensku. Eigandi vefsins er Unnur Ægis ehf.

Kafað við Arnarnesstrýtur

Erlendur Bogason kafari á nokkur þúsund myndir af lífverum sjávar og vatna við og á Íslandi og sífellt bætast nýjar við. Myndirnar eru bæði í formi ljósmynda og myndbanda. Þetta safn verður flokkað,  lífverur og umhverfi verður greint og stuttur texti settur inn bæði á íslensku og ensku við hverja tegund lífvera og umhverfis. 

Pin It on Pinterest