Velkomin á vefinn Sjávarlíf.is

Lífríki hafsins við strendur Íslands er fjölbreytt og litskrúðugt. Fjöldi lífvera þrífst þar í neðansjávarheimi sem okkur er framandi.

Erlendur Bogason kafari hefur um árabil myndað lífverur neðansjávar við strendur Íslands. Núna eru ljósmyndirnar og myndskeiðin aðgengilegar á þessum vef, sjávarlíf.is. Unnur Ægis ehf. á og rekur vefinn, sem er í sífelldri þróun og smíðum. Á næstu vikum munu fleiri flokkar og tegundir bætast við í þetta frábæra neðansjávarmyndasafn sem verður aðgengilegt bæði á íslensku og ensku. Textana skrifaði Hreiðar Þór Valtýsson, lektor í sjávarútvegsfræðum.

Öllum er heimil notkun á myndunum og efninu á vefnum til að forvitnast og fræðast en vinsamlegast athugið að öll opinber birting án leyfis er óheimil.

Þekkir þú möttuldýr?

Af öllum hryggleysingjum Íslands eru möttuldýr skyldust okkur hryggdýrunum þó ekki sé með nokkru móti hægt að sjá það á fullorðnum einstaklingum. Þau eru af fylkingu seildýra eins og við.

Pin It on Pinterest

Share This