Kambhveljur

Ctenophora

Kambhveljurnar líkjast marglyttum en eru fjarskyldar þeim og minni.

Íslensku tegundirnar líta flestar út eins og hveljukenndar tunnur eða kúlur með átta bifháraröðum eftir endilöngum líkamanum. Þessi bifhár sveiflast í takt og eru þau notuð til sunds.

Kambhveljurnar eru skæð rándýr á öðru svifi. Flestar nota þær tvær langar og mjóar svipur til að grípa bráð sína sem oftast eru krabbaflær, en einnig eru þær grunaðar um að éta fisklirfur.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This