Hveldýr

Hydrozoa

Hveldýr eru í fylkingu holdýra, þar af leiðandi eru þau skyld kóraldýrum og marglyttum. Hveldýr eru smá rándýr sem finnast bæði algeng sem hveljur- og separ, í raun ganga margar tegundir í gegnum bæði stigin. Hveljustigið líkist litlum marglyttum og eru algeng í svifinu við Ísland. Sepastigin eru að finna á botninum. Hver hveldýrssepi er yfirleitt mjög lítill en lifa oft saman í greinóttum sambýlum sem þakið geta steina og kletta. Þau eru mjög algeng á grunnsævi, sérstaklega sem ásætur á ýmsum öðrum stærri lífverum eins og þara. Þeim er þá oft ruglað saman við gróður, þeir eru hinsvegar ekki gróður heldur dýr!

Flest hveldýr finnast í sjó en þau sem finnast í ferskvatni kallast armslöngur.

Pin It on Pinterest

Share This