Beitukóngur

Buccinum undatum

Nokkrar tegundir stórra snigla finnast hér við land. Beitukóngurinn er líklega algengastur þeirra og jafnframt eina tegundin sem veidd er á Íslandsmiðum. Hann getur náð allt að 15 cm hæð. Hann finnst allt í kringum Ísland á breiðu dýptarsviði, frá fjöruborði og allt niður á mörg hundruð metra dýpi. Hann finnst einnig í öllu norðanverðu Norður-Atlantshafinu.

Fæðuvenjurnar beitukóngsins eru fjölbreyttar. Hann er afkastamikið rándýr á aðra botnfasta eða hægfara botnlæga hryggleysingja. Hann er einnig hrææta. Þessi eiginleiki hans er notaður til að veiða hann. Beita (hræ) er sett í litla gildru sem einna helst líkist lítilli tunnu. Snigillinn rennur á lyktina af beitunni en þegar hann er á annað borð kominn inn í gildruna kemst hann ekki út aftur. Veiðar fara nánast eingöngu fram í Breiðafirði.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This