Roðakrossi

Henricia sanguinolenta (Blood star)

Roðakrossi er lítill eða miðlungsstór krossfiskur sem getur verið fallega rauður eða fjólublár á litinn. Hann er grannvaxinn og húðin tiltölulega slétt miðaða við stórkrossann.

Roðakrossinn lifir á öllu norðurhveli jarðar, bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi. Hann finnst allt frá fjöruborði og niður á um þúsund metra dýpi, jafnvel dýpra. Hann finnst yfirleitt á hörðum botni.

Ólíkt öðrum krossfiskum þá gætir roðakrossinn eggja sinna og afkvæma þar til þau skríða í burtu.

Hann er ekki eins mikið rándýr eins og hinir stóru krossfiskarna en síar þess í stað smádýr úr sjónum. Roðakrossi finnst gjarnan í nágreni við aðra síara t.d. svampa og möttuldýr sem þyrla upp sjó þegar þeir eru að sía. Roðakrossinn nýtur góðs af því en virðist þó éta aðeins af þessum dýrum líka.  

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This