Fiðurþang

Ptilota gunneri

Fiðurþang eða fiðurþari er fallegur rauðþörungur sem finna má sem undirgróður í þaraskógunum. Greinarnar líkjast fjöðrum og kemur nafnið þaðan. Fiðurþangið vex gjarnan á öðrum lífverum svo sem svömpum eða stærri þarategundum. Það verður allt að 30 cm langt.

Fiðurþangið er algengt við Ísland og fínnst mjög víða á norðurhveli jarðar, bæði í Kyrrahafi og í Atlantshafi.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This