Hrúðurkarlar

Cirripedia (Barnacles)

Hrúðurkarlar eru einn sérstæðasti krabbadýrahópurinn þar. Útlit þeirra er það sérstakt að margir gera sér ekki grein fyrir að þar eru krabbadýr á ferð. Þeir eru til dæmis einu krabbadýrin sem eru botnföst og geta þeir ekki hreyft sig um eftir að sviflæga lirfustiginu er lokið.

Hrúðurkörlum hefur verið lýst sem marflóm sem standa á haus inni í kalkhúsi og sparka mat upp í sig. Þótt þeir séu lítið skyldir marflóm utan þess að vera líka krabbadýr, er hitt rétt að þeir mynda kalkhús utan um sig og nota afmyndaða fæturna til að sía fæðuagnir úr sjónum.

Fjörukarl er langalgengasta tegundin hér og finnst víða á klettóttum fjörum. Vörtukarl finnst einnig í fjörum en djúpkarl finnst neðan fjörumarka. Lirfur vörtukarls eru mjög algengar í svifi á sumrin og lirfur fjörukarls nokkuð algengar á vorin.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This