Brimkló

Ceramium virgatum

Brimklóin er lítill greinóttur rauðþörungur sem getur orðið um 30 cm langur. Brimklóin finnst víða í fjörum og rétt neðan fjörumarka. Hún vex á steinum eða á öðrum stærri þörungum.

Brimklóin finnst út um allan heim, á suðurhveli, norðurhveli, í Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi. Í raun eru ekki margar íslenskar lífverur sem finnast jafn víða.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This