Sænellika

Metridium senile (Frilled anemone)

Sænellikan líkist fallegu blómi en er í raun dýr. Sæfíflar eru algengir á hörðum hafsbotni við Ísland og er sænellikan einn sá algengasti. Sænellikan er með mjög fínar totur og lifir einkum á smáum svifdýrum. Frænka hennar sænetlan er með stærri og þykkari totur og lifir á stærri bráð.

Sænellikan er yfirleitt hvít á litinn en getur líka verið rauðgul eða grá.

Sænellikur virðast þrífast vel saman og þekja þær víða neðansjávarkletta sem standa upp úr lausu botnsetinu.

Helst er þær að finna á grunnsævi þar sem hafstraumar eru stríðir og bera mikið af fæðu til þeirra. Hún lifir í öllu Norður Atlantshafinu og hefur einnig fundist við Suður Afríku.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This