Litli Karfi

Sebastes viviparus

Litli karfi er minnsta karfategundin við Ísland.

Útbreiðsla

Hann finst á landgrunninu víða í Norðaustur-Atlantshafi, frá Barentshafi til Íslands og þaðan niður til Írlands og Norðursjávar. Hér er hann er mjög algengur í hlýrra sjónum við Suður- og Vesturland en finst líka við Norðurland. Hann er minni en aðrar karfategundir í Atlantshafi og lifir að jafnaði grynnra.

Lífshættir

Oft getur verið erfitt að greina karfana í sundur. Litli karfi er jú að jafnaði minni en bara að jafnaði, ungir gullkarfar eða djúpkarfar eru líka litlir. Litla karfa má einna helst greina frá hinum á því að kinnbeinsgaddar snúa allir aftur, einnig er hann með hlutfallslega stórar hreisturflögur og með dökka eða jafnvel svarta flekki á líkamanum. Yfirleitt er allavega einn áberandi blettur aftan við augun.

Nytjar

Litli karfi er líklega algengur meðafli þegar stærri frændi hans, gullkarfi, er veiddur. En litli karfi er yfirleitt verðlítill vegna þess hve lítill hann er og var oft hent aftur út. Markaðir hafa þú nýlega fundist fyrir hann og beinar veiðar hafist.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This