Hreisturbakar

Polynoidae (Scale worms)

Hreisturbakar sniglast um botninn í leit að smærri dýrum sér til matar. Á höfðinu eru þeir eru með rana með kröftugum kjálkum. Þegar þeir sjá bráð þá skjóta þeir rananum eldsnöggt fram og grípa bráðina með kjálkunum.

Hreisturbakar eru burstaormar en eru samt ekkert sérstaklega ormalaga. Eins og nafnið gefur til kynna eru hreisturskildir eftir endilöngu bakinu, ætlaðir til að verjast óvinum. Þeir eru flatvaxnir, breiðir og með áberandi burstum svo að þeir líta út fyrir að vera loðnir.

Hreisturbakar finnast aðallega á hörðum botni allt frá fjörumörkum til djúpsjávar. Margar tegundir finnast við Ísland en erfitt getur verið að greina þá til tegunda.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This