Sænetla

Urticina felina

Sænetla er ekki blóm eða planta, hún er dýr og það rándýr. Svipað brenninetlunni (sem er planta) þá getur fólk hinsvegar líka brennt sig á því að snerta sænetluna.

Sænetlan er sæfífill og eru þeir með eitraðar stingfrumur á örmunum sem þeir nota sér til varnar og til að veiða bráð. Hún lifir aðallega á litlum fiskum og krabbadýrum.

Sænetlan er mjög algeng sæfíflategund og finnst víða þar sem botn er harður. Hún finnst á grunnsævi víða í Norður Atlantshafi. Sænetlan er ekki algjörlega botnföst því hún getur skriðið afar hægt um.

Sæfíflar geta bæði fjölgað sér með kynæxlun og kynlausri æxlun. Við kynæxlun dæla þeir kynfrumum út í sjóinn þar sem þær frjóvgast. Við kynlausa æxlun myndast knappskot á sæfíflinum sem svo losnar af og verður að öðrum einstaklingi.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This