Sprettfiskur

Pholis gunnellus

Sprettfiskur er lítill og mjóslegin fiskur, hann er yfirleitt gulleitur á litinn og með svarta bletti á bakugga. Hann er algjör grunnsjávartegund og er sennilega sú fisktegund sem einna auðveldast er að finna í fjöru. Því þekkja margir sprettfiskinn.

Útbreiðsla

Hann finnst beggja megin Norður Atlantshafs frá Ermasundi til Barentshafs og frá Þorskhöfða til Suður Grænlands. Hann finnst allt í kringum Ísland og er algengur. Þar sem hann er fjörufiskur er hann þó líklega algengastur þar sem munur á flóði og fjöru er mestur, eða við Vesturland. Fæða hans er alls konar botndýr.

Lífshættir

Sprettfiskurinn getur orðið kynþroska strax eftir eitt ár en yfirleitt tekur hann þó 2 ár að ná kynþroska. Hann er einn af fáum fiskum sem gæta eggjana. Hrygnan hrygnir eggjunum í litla kekki sem foreldrarnir gæta svo þar til eggin klekjast.

Nytjar

Sprettfiskur er enginn nytjafiskur, hann er alltof lítill.

Pin It on Pinterest

Share This