Pípuormar

Í stórum dráttum má skipta burstaormum í tvo flokka. Frítt lifandi ormar hafa ekki fasta búsetu en skríða um botninn í leit að fæðu en rör- eða pípuormarnir búa sér til göng eða pípur af einhverju tagi sem þeir lifa svo í allt sitt líf. Pípur þessar geta verið af margvíslegu tagi. Snúðormar búa sér til spírallaga kalkhús líkt og hrúðurkarlar. Þessi kalkhús má finna víðs vegar á ýmsum gerðum undirlags, t.d. þörungum, skeljum eða steinum. Aðrar gerðir rörorma gera sér rör úr samanlímdum sandkornum eða leðjuögnum. Efri hluti rörsins stendur oft upp úr botninum og ef mikið er af ormum líkist þetta einna helst grasbreiðu á botninum.

HÞV

 

Pin It on Pinterest

Share This