Kerlingahár

Desmarestia aculeata

Kerlingahár er þráðlaga og greinóttur þörungur sem líkist einna helst einhverskonar þráðaflækju. Ef vel er skoðað sést þó að þarna er brúnþörungur á ferð og eru blöð hans orðin að nokkurs konar þyrnum. Kerlingahár festir sig á klappir eða grjót og getur orðið allt að 2 metrar á lengd. Kerlingahár var einnig kallað skollahár eða þursaskegg.

Kerlingahár finnst allt í kringum Ísland og um allt Norður Atlantshaf frá New Jersey til Baffinlands í vestri og frá Portúgal til Norður Noregs í austri. Það eru engar nytjar þekktar af kerlingahári, sjómönnum finnst það frekar til leiðinda þar sem það getur flækst í netum.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This