Langgadda ígulker

Gracilechinus acutus

Langgadda ígulker er ígulkerjategund og er almennt þekkt sem hvíta ígulker á ensku eða langgadda ígulker á öðrum evrópskum tungumálum. Það er að finna í Austur-Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Tegundin er frekar sjaldgæf á Íslandsmiðum.

Langgadda ígulkerið hefur langar, mjóa og hvassa gadda sem eru því til varnar. Litur þess er frá ljósbleikum yfir í dökkfjólubláan. Langgadda ígulkerið er mun ljósari á litinn og hefur tiltölulega lengri gadda en hin mun algengari skollakoppur og marígull. Það er jurtaæta sem nærist fyrst og fremst á þörungum.​

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This