Agnir

Mysida (Mysids)

Agnirnar eru svipaðar litlum rækum eða ljósátu að útliti og stærð en eru þó einungis fjarskyldar þeim. Það sem greinir þær einna helst frá er nokkurs konar poki undir búk kvendýranna þar sem þær geyma eggin í. Í sýnum greinast þær einnig frá ljósátu á því að vera gráleitari.

Líkt og ljósátan eru agnir allgóð sunddýr og halda sig oft uppi í vatnsmassanum og því kannski vafamál hvort á að flokka þær sem sviflæg eða botnlæg krabbadýr.

Þær eru nokkuð algengar hér við land en hafa lítið verið rannsakaðar utan þess að þær finnast oft í fiskmögum.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This