Bóluþang

Fucus vesiculosus

Bóluþang telst til flokks brúnþörunga of finnst hún víða við Íslandsstrendur þar sem eru klappir eða grýttur botn. Finnst bóluþangið helst við miðja fjöruna.

Bóluþang dregur nafn sitt af loftfylltum hnöttóttum blöðrum sem eru yfirleitt tvær og tvær, jafnvel þjrár saman, sitt hvoru megin miðtaugarinnar. Yfirleitt finnast blöðrurnar efst á þanginu en þær eiga það til að fara í þéttum röðum niður eftir plöntunni. Plantan sjálf er 40 til 90 cm há og blöðin eru 1 til 2 cm breið með greinilegri miðtaug.

Bóluþangið er vanalega brúnt en getur verið grænleitt eða brúnleitt.

 

Pin It on Pinterest

Share This