Sandhverfa

Scophthalmus maximus

Sandhverfa er stór og næstum því fullkomlega kringlóttur flatfiskur. Hún snýr öfugt miðað við flesta aðra íslenska flatfiska. Það er að segja að flestir snúa vinstri hliðina upp (þar sem augun eru) en sandhverfan (einnig stórkjaftan) snúa þeirri hægri upp. Hún getur orðið um 1 m að lengd, sem þýðir að hún getur líka verið næstum 1 m á breidd. Hún er að mestu leyti að finna á sandbotni á grunnsævi.

Útbreiðsla

Sandhverfan finnst á evrópsku hafsvæðum frá Noregi til Miðjarðarhafs. Hún er tiltölulega algengur flækingur á Íslandsmiðum og hefur fundist allt í kringum Ísland. Hún finst samt langoftast í hlýrri sjónum fyrir Suðurlandi. Einstaklingar hafa fundist á Íslandsmiðum sem voru tilbúnir til að hrygna en hingað til hafa seiði ekki fundist. Líklega hefur hrygning því ekki enn tekist á Íslandsmiðum en vel má vera að svo verði í framtíðinni ef hafið við Ísland heldur áfram að hlýna.

Nytjar

Sandhverfan er mjög verðmætur fiskur og því eftirsóttur afli við Evrópu. Hún hefur líka verið ræktuð í fiskeldi, þar með talið hér á landi. Þegar erlend skip voru að veiðum á Íslandsmiðum tilkynntu þau um sandhverfuafla.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This