Heim 9 Skýrslur 9 Rannsóknir á þorski í Lónafirði

Rannsóknir á þorski í Lónafirði

Í lok mars, byrjun apríl gengur þorskur til hrygningar inn í Lónafjörð við Langanes. Þar geta myndast einstakar aðstæður til rannsókna á hrygningu þorsks. Þorsktorfurnar eru á 7-15 metra dýpi sem eru kjör aðstæður til köfunar og fyrir myndatöku. Einu myndirnar sem vitað er að hafi verið teknar í náttúrulegu umhverfi af hrygningu þorsk voru teknar í Lónafirði og eru myndirnar af tveimur pörum að hrygna.

En hvernig fer hrygning fram hjá þorsktorfu og hvenær sólarhrings á það sér stað? Til að byggja upp fiskistofna og viðhalda þeim, þurfum við að hafa þekkingu á atferli fiskanna. Sú þekking fæst aðeins með rannsóknum.

Í skýrslunni er fjallað um hrygningarsvæði þorsksins í Lónafirði, þar má finna myndbönd af veiðum neðansjávar, af því hvernig heili er fjarlægður úr þorskhaus og hljóðdæmi af þorskatali!

Skýrsluna unnu:

Erlendur Bogason
Hreiðar Valtýsson
Marco Vindas
Freja Jakobssen
Sævör Dagný Erlendsdóttir

Ljósmyndir: sjavarlif.is
Yfirlestur: Guðrún Arndís Jónsdóttir
Uppsetning: Dagný Reykjalín | Blek hönnunarstofa

Sækja skýrsluna

Í skýrslunni er fjallað um hrygningarsvæði þorsksins í Lónafirði, þar má finna myndbönd af veiðum neðansjávar, af því hvernig heili er fjarlægður úr þorskhaus og hljóðdæmi af þorskatali!

Pin It on Pinterest

Share This