Kúfskel

Arctica islandica

Kúfskelin eða kúffiskurinn er stór samloka sem getur orðið allt að 10 cm að þvermáli. Hún vex frekar hratt fyrstu árin en hægir mjög á vexti þegar kynþroska er náð við um 20 ára aldurinn. Kúfskelin getur orðið mjög gömul. Elsti einstaklingurinn sem fundist hefur á Íslandsmiðum var um 500 ára gamall. Þetta gerir íslensku kúfskelina hvorki meira né minna en að langlífasta dýri jarðar. Þetta þýðir að þegar þessi skel „kom undir“ var Ísland ennþá kaþólskt. Skelin lifði síðan af Tyrkjaránið, galdratímabilið, einokunina, móðuharðindin og þorskastríðin.

Útbreiðsla

Kúfskelin finnst mjög víða í norðanverðu Norður-Atlantshafinu og hún er algeng allt í kringum Ísland á sand- eða leirbotni á 5 -50 m dýpi. Hún lifir grafin í botnsetin þannig að aðeins lítil opnun á skelinni sést. Hún lifir á því að sía plöntusvif úr sjónum. Hún finnst þó einnig dýpra. Þar sem aðstæður eru hagstæðar getur þéttleikinn náð allt að 88 skeljum á fermetra eða um 8 kg. Heildarstofnstærð á Íslandsmiðum er áætluð vera yfir 1 milljón tonna.

Lífshættir

Kúfskelin lifir grafin í botnsetin þannig að aðeins lítil opnun á skelinni sést. Hún lifir á því að sía plöntusvif úr sjónum. Hún finnst þó einnig dýpra. Þar sem aðstæður eru hagstæðar getur þéttleikinn náð allt að 88 skeljum á fermetra eða um 8 kg. Heildarstofnstærð á Íslandsmiðum er áætluð vera yfir 1 milljón tonna.

Nytjar

Smábátasjómenn hér við land hafa lengi vel veitt kúfskel með litlum plógum og notað sem beitu við þorskveiðar. Veiðar til manneldis hófust þó ekki fyrr en árið 1995 en hafa verið mjög sveiflukenndar og eru litlar þegar þetta er skrifað. Mestar hafa þær orðið tæp 10.000 tonn. Kúfiskveiðar og vinnsla voru mjög sérhæfðar. Notað var stórt skip með vatnsþrýstiplóg. Plógurinn sprautaði yfirborðslagið af kúfskelinni sem síðar var plægð upp. Kúfiskurinn var frystur og fluttur út til Bandaríkjanna. Þessar veiðar hafa þó lagst af núna vegna markaðsaðstæðna og er afli því lítill.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This