Trjónukrabbi

Hyas spp. (Spider crabs)

Algengustu eiginlegu krabbarnir hér við land eru litli trjónukrabbi (Hyas coarctatus) og stóri trjónukrabbi (Hyas araneus). Þeir eru nauðalíkir í útliti en sá stóri verður miklu stærri eins og nafnið gefur til kynna (flestar myndirnar hér eru af þeim stóra). Það er hinsvegar ákveðið vandamál að sá stóri er auðvitað lítill þegar hann er ungur og þá e mjög erfitt að greina á milli þeirra.

Báðir eru þeir algengir allt í kringum landið. Sá litli finnst allt frá fjöruborði niður á nokkur hundruð metra dýpi en útbreiðsla þess stóra er takmörkuð við grunnsævi.

Áhugi hefur annað slagið blossað upp á að nýta krabba hér við land en lítið hefur orðið úr. Það helgast sennilega mest af því að langalgengasta tegundin hér við land er trjónukrabbinn. Langverðmætasti hluti krabbanna eru lappirnar og klærnar, en því miður er trjónukrabbinn með mjög mjóar lappir og litlar klær. Hann er því verðlítill.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This