Öðuskel

Modiolus modiolus

Öðuskel eða aða er mjög lík kræklingi í útliti en talsvert stærri. Lífshættir þeirra eru svipaðir enda náskyld.

Öðuskelin finnst einnig allt í kringum landið en heldur heldur sig að öllu jöfnu dýpra en kræklingurinn, neðan fjörumarka.

Aðan hefur verið hirt af köfurum og seld í veitingahús þar sem hún hefur notið nokkurra vinsælda.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This