Gluggaskel

Heteranomia squamula (Prickly jingle)

Flestar samlokur grafa sig niður í sand eða leirbotn sér til varnar. Nokkrar lifa á öllu sérstakara undirlagi. Gluggaskelin festir sig á steina, aðrar skeljar eða annað fast efni.

Yfirleitt eru báðar skeljarnar hjá samlokum eins en það á ekki við um gluggaskelina. Önnur hliðin, sem liggur á undirlaginu, er slétt eða fellur að undirlaginu. Gluggaskelin er hvítglærleit á lit.

Hún finnst mjög víða á víðu dýptarsviði á öllu Norður Atlantshafinu en alltaf á hörðu undirlagi hvort sem það er steinn eða önnur lífvera.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This