Brúnslý

Ectocarpus siliculosus

Brúnslý er þráðlaga brúnþörungur og er hver þráður bara ein fruma að breidd. Það vex á föstu undirlagi, oft á öðrum þörungum. Þræðirnir eru það fínir að þeir eru eins og slý viðkomu.

Það finnst svo að segja um öll höf, frá heimskautahöfum í norðri til heimsskautahafa í suðri. Það finnst þó ekki í hitabeltinu. Það þolir litla seltu ágætlega og finnst því víða við árósa og jafnvel í ferskvatni þar sem aðrir brúnþörungar eru afar sjaldgæfir.

Brúnslýið er fyrsti þörungurinn sem allt erfðaefnið hefur verið kortlagt. Það er vegna þess hve þolið það er og auðvelt í ræktun. Hægt er að rækta það á tilraundiski og nær það fullum þroska á aðeins 3 mánuðum.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This